Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 27. febrúar 2021 13:25
Victor Pálsson
Mourinho segir að Bale hafi aldrei verið ánægðari
Gareth Bale hefur aldrei verið ánægðari að sögn Jose Mourinho, stjóra Tottenham, en þeir vinna saman hjá félaginu.

Bale skoraði mark í öruggum sigri á Wolfsberger í Evrópudeildinni í vikunni en hann fær ekki að byrja marga leiki í úrvalsdeildinni.

Bale er í láni hjá Tottenham frá Real Madrid og er oft talað um að hann óánægður með hlutverk sitt í London.

„Hann lítur út fyrir að vera ánægðari en nokkru sinni fyrr, hann er með sjálfstraust," sagði Mourinho.

„Það er hægt að sjá það á æfingum að sjálfstraustið er komið aftur, hvernig hann er að hitta markið."

„Markið hans á miðvikudag var fullt af sjálfstrausti. Leikmaður sem er óttasleginn eða neikvæður hefði ekki getað skotið svona á markið."
Athugasemdir
banner