Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 27. febrúar 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað í dag.
Sigrinum fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er erfitt að fá á sig mark strax í byrjun en það er bara áfram gakk. Mér fannst koma ró um leið og við skoruðum fyrra markið. Allavega hjá mér, ég hafði engar áhyggjur að við værum þá ekki að fara að setja annað," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Eins og hún nefnir þá náði Serbía forystunni snemma og byrjaði leikinn betur, eins og úti í Serbíu í síðustu viku. En Ísland fékk sín færi í fyrri hálfleik og gekk svo á lagið þegar leið á seinni hálfleikinn.

„Þetta eru bara klaufamistök sem við gerum. Mér fannst við þannig séð ekkert byrja neitt ömurlega. Við missum boltann og fáum skyndisókn á okkur. Það gerist þegar þú ert að reyna að spila. Mér fannst við stíga ágætlega upp eftir það. Smá bras en svo fannst mér við gera vel," sagði Alexandra en var hún eitthvað stressuð að þetta myndi ekki detta fyrir okkur?

„Það var kannski smá: 'Jæja, er þetta ekki að fara að vera okkar dagur'. En svo um leið og markið kom hjá Sveindísi þá fann ég að þetta var komið. Við vorum alltaf að fara að setja annað."

Markið sem Sveindís skoraði kom eftir frábæra stoðsendingu frá Alexöndru.

„Það var svakalegt svæði sem bakvörðurinn skildi fyrir aftan sig. Ef þú ert með svona svæði fyrir aftan þig og Sveindísi Jane á kantinum, þá seturðu hann í svæðið. Hún gerði bara ágætlega, fannst mér. Ég man ekkert þannig eftir sendingunni. Ég sá bara svæðið. Það kemur engum á óvart að það er upplegg að setja hann í svæðið fyrir aftan Sveindísi. Þetta er einn fljótasti leikmaður Evrópu. Það væri galið að setja hann ekki í svæðið þegar það gefst tækifæri til þess," sagði Alexandra og brosti.

Hversu gaman var að fagna þessum flotta sigri með stuðningsmönnunum eftir leik?

„Það var voða fínt og voða fínt að sjá Serbana þarna og fagna. Ég ætla ekki að segja í andlitið á þeim en allavega... það er næsta markmið núna að komast á Evrópumótið og að halda okkur í A-deild þýðir klárt umspilssæti sama hvað. Það er staða sem við viljum vera í," sagði þessi öflugi miðjumaður.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner