Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   þri 27. febrúar 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað í dag.
Sigrinum fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er erfitt að fá á sig mark strax í byrjun en það er bara áfram gakk. Mér fannst koma ró um leið og við skoruðum fyrra markið. Allavega hjá mér, ég hafði engar áhyggjur að við værum þá ekki að fara að setja annað," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Eins og hún nefnir þá náði Serbía forystunni snemma og byrjaði leikinn betur, eins og úti í Serbíu í síðustu viku. En Ísland fékk sín færi í fyrri hálfleik og gekk svo á lagið þegar leið á seinni hálfleikinn.

„Þetta eru bara klaufamistök sem við gerum. Mér fannst við þannig séð ekkert byrja neitt ömurlega. Við missum boltann og fáum skyndisókn á okkur. Það gerist þegar þú ert að reyna að spila. Mér fannst við stíga ágætlega upp eftir það. Smá bras en svo fannst mér við gera vel," sagði Alexandra en var hún eitthvað stressuð að þetta myndi ekki detta fyrir okkur?

„Það var kannski smá: 'Jæja, er þetta ekki að fara að vera okkar dagur'. En svo um leið og markið kom hjá Sveindísi þá fann ég að þetta var komið. Við vorum alltaf að fara að setja annað."

Markið sem Sveindís skoraði kom eftir frábæra stoðsendingu frá Alexöndru.

„Það var svakalegt svæði sem bakvörðurinn skildi fyrir aftan sig. Ef þú ert með svona svæði fyrir aftan þig og Sveindísi Jane á kantinum, þá seturðu hann í svæðið. Hún gerði bara ágætlega, fannst mér. Ég man ekkert þannig eftir sendingunni. Ég sá bara svæðið. Það kemur engum á óvart að það er upplegg að setja hann í svæðið fyrir aftan Sveindísi. Þetta er einn fljótasti leikmaður Evrópu. Það væri galið að setja hann ekki í svæðið þegar það gefst tækifæri til þess," sagði Alexandra og brosti.

Hversu gaman var að fagna þessum flotta sigri með stuðningsmönnunum eftir leik?

„Það var voða fínt og voða fínt að sjá Serbana þarna og fagna. Ég ætla ekki að segja í andlitið á þeim en allavega... það er næsta markmið núna að komast á Evrópumótið og að halda okkur í A-deild þýðir klárt umspilssæti sama hvað. Það er staða sem við viljum vera í," sagði þessi öflugi miðjumaður.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner