Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 27. febrúar 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað í dag.
Sigrinum fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er erfitt að fá á sig mark strax í byrjun en það er bara áfram gakk. Mér fannst koma ró um leið og við skoruðum fyrra markið. Allavega hjá mér, ég hafði engar áhyggjur að við værum þá ekki að fara að setja annað," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Eins og hún nefnir þá náði Serbía forystunni snemma og byrjaði leikinn betur, eins og úti í Serbíu í síðustu viku. En Ísland fékk sín færi í fyrri hálfleik og gekk svo á lagið þegar leið á seinni hálfleikinn.

„Þetta eru bara klaufamistök sem við gerum. Mér fannst við þannig séð ekkert byrja neitt ömurlega. Við missum boltann og fáum skyndisókn á okkur. Það gerist þegar þú ert að reyna að spila. Mér fannst við stíga ágætlega upp eftir það. Smá bras en svo fannst mér við gera vel," sagði Alexandra en var hún eitthvað stressuð að þetta myndi ekki detta fyrir okkur?

„Það var kannski smá: 'Jæja, er þetta ekki að fara að vera okkar dagur'. En svo um leið og markið kom hjá Sveindísi þá fann ég að þetta var komið. Við vorum alltaf að fara að setja annað."

Markið sem Sveindís skoraði kom eftir frábæra stoðsendingu frá Alexöndru.

„Það var svakalegt svæði sem bakvörðurinn skildi fyrir aftan sig. Ef þú ert með svona svæði fyrir aftan þig og Sveindísi Jane á kantinum, þá seturðu hann í svæðið. Hún gerði bara ágætlega, fannst mér. Ég man ekkert þannig eftir sendingunni. Ég sá bara svæðið. Það kemur engum á óvart að það er upplegg að setja hann í svæðið fyrir aftan Sveindísi. Þetta er einn fljótasti leikmaður Evrópu. Það væri galið að setja hann ekki í svæðið þegar það gefst tækifæri til þess," sagði Alexandra og brosti.

Hversu gaman var að fagna þessum flotta sigri með stuðningsmönnunum eftir leik?

„Það var voða fínt og voða fínt að sjá Serbana þarna og fagna. Ég ætla ekki að segja í andlitið á þeim en allavega... það er næsta markmið núna að komast á Evrópumótið og að halda okkur í A-deild þýðir klárt umspilssæti sama hvað. Það er staða sem við viljum vera í," sagði þessi öflugi miðjumaður.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner