Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 27. febrúar 2024 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir hér skot að marki í leiknum.
Reynir hér skot að marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís fagnar markinu sínu í kvöld.
Sveindís fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað.
Sigrinum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningarússíbaninn var í gangi í þessum leik," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Ísland hélt sér með sigrinum í A-deild Þjóðadeildarinnar og á þannig betri möguleika á að komast inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Ég geri þessi mannlegu mistök. Ég vildi gera þetta smá spennandi í byrjun," sagði Karólína létt eftir leikinn. „Það var högg en mér fannst við komast vel inn í leikinn þá. Það vakti okkur aðeins. Ég tek það alveg á mig að hafa vakið þær aðeins. Eftir það fannst mér við vera með stjórn."

Eins og Karólína nefnir þá gerir hún erfið mistök snemma leiks sem verður til þess að Serbar taka forystuna.

„Þetta var náttúrulega högg. Ég get hlegið núna því við unnum leikinn. Ég vildi gera þetta aðeins spennandi. Þetta eru mannleg mistök. Það voru allir á bakinu á mér strax og reyndu að hressa mig við. Það þurfti smá endurstillingu og þá kom ég mér inn í leikinn. Ég er stolt af sjálfri mér að ná að halda haus. Ég sá ekki leikmanninn og þetta gerist."

„Ég dýrka allar þessar stelpur. Þetta eru bestu vinkonur mínar og ég get þakkað þeim í kvöld," sagði Karólína.

Gerir okkur klárlega að sterkara liði
Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur í landsliðið en hún tók leikinn yfir á síðasta stundarfjórðungnum ef svo má segja. Hún skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið með ótrúlegu hlaupi.

„Það er frekar næs að vera með þessa rakettu þarna frammi. Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið góð sending en þetta þarf ekki að vera fullkominn bolti svo hún nái þessu. Það er rosalega gott að hún sé komin aftur eftir erfið meiðsli. Hún gerir okkur klárlega að sterkara liði. Þetta var algjör rússíbani en þegar Sveindís skoraði þá var ég viss um að við myndum taka þetta."

Sveindís er komin til baka eftir erfið meiðsli en hún - eða frekar uppleggið - fékk smá gagnrýni á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) og annars staðar eftir fyrri leikinn gegn Serbíu. Hún átti ekki alveg sinn besta dag þar og liðið ekki alveg að finna hana rétt, en hún steig heldur betur upp í dag og segir Karólína að hún geri liðið mun sterkara.

„Þetta er rosalegt vopn og ég er ekkert smá stolt af henni. Hún er búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en hún gerir okkur að mun sterkara liði og ég stend með því," sagði Karólína og brosti.

Við erum ekki hættar
Það var mikið fagnað í leikslok og mikið gaman en þetta er risastór sigur fyrir liðið. „Mér fannst svo sem alveg margir á leiknum og það var góð stemning. Ég er þakklát fyrir alla sem komu. Í Serbíu voru svona tíu á leiknum og maður var í æfingaleiksgír þá. Það var meiri stemning í dag og það var hrikalega gaman."

„Við erum ekki hættar," sagði Karólína og bætti við: „Það er okkar markmið (að komast á næsta stórmót) og við munum gera allt til að ná því."

Hægt er að sjá viðtalið við Karólínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner