Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Hildur Antons: Íslenskan stundum yfirgnæfandi í klefanum
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
   þri 27. febrúar 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Icelandair
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var bras eins og oft hjá okkur áður en mér fannst við þó betra liðið hér í dag.“ Voru orð Ingibjargar Sigurðardóttur miðvarðar Íslands eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í umspili Þjóðardeildar UEFA í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var undir allt þar til á 75. mínútu leiksins þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn. Fram að því hafði liði Serbíu gengið vel að hægja á leiknum og loka vel á það sem lið Íslands var að reyna. Var Ingibjörg eitthvað farin að efast þegar jöfnunarmarkið loks kom?

„Nei mér fannst við bara þurfa að ná fyrsta markinu inn og um leið og það kom vissi ég að við værum að fara að vinna leikinn. En svo veit maður aldrei með svona leiki. Þær hægja mikið á leiknum og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var en ég hafði alltaf trú. “

Framundan hjá Íslandi er undankeppni EM 2025 sem hefst strax í apríl. Horfandi yfir þessa Þjóðardeild hvað finnst Ingibjörgu liðið þurfa að bæta fyrir komandi verkefni?

„Við þurfum náttúrulega að passa betur upp á boltann og þetta er oft mikið að tæknifeilum sem við erum að gera. Ég held að við eigum meira inni og þurfum bara að fá okkur til þess að líða vel á boltanum og spila af sjálfstrausti. Það er eitthvað sem að tekur bara tíma.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner