Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 27. mars 2023 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær eru með besta markvörð deildarinnar"
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir var valin efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra. Hún mun leika áfram í deildinni í sumar, tekur annað tímabil með Fylki.

Tinna Brá, sem er fædd árið 2004, er einn efnilegasti leikmaður landsins en í síðasta þætti af Heimavellinum var rætt um hana sem besta markvörð deildarinnar.

„Ég held að þær séu með einn besta markvörð deildarinnar," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir í Heimavellinum þegar rætt var um Tinnu.

Rakel Logadóttir, sem þjálfaði Fylki síðasta sumar, tók í kjölfarið allan vafa frá. „Þær eru með besta markvörð deildarinnar."

„Ég segi það og skrifa," bætti Rakel við.

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum markvörður Breiðabliks, er orðin aðstoðarþjálfari Fylkis og mun það líklega hjálpa Tinnu. Bjarni Þórður Halldórsson er þá markvarðarþjálfari liðsins.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna úr Heimavellinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Lengjudeildina 2023
Athugasemdir
banner
banner
banner