Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 17:00
Aksentije Milisic
Martínez verður klár fyrir undirbúningstímabilið
Mynd: Getty Images

Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United, verður klár þegar undirbúningstímabilið hefst hjá Man Utd í sumar.


Martínez hefur átt mjög gott tímabil með liðinu sem er hans fyrsta og er hann í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins. Argentínumaðurinn braut bein í fæti í leik gegn Sevilla í apríl mánuði sem þýddi að tímabilinu hans er lokið.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagði að endurhæfingin gangi vel hjá leikmanninum og hann býst við honum klárum þegar undirbúningstímabilið hefst.

„Ég býst við að Lisandro mæti til baka eftir nokkra daga. Hann verður klár í slaginn þegar undirbúningstímabili hefst," sagði Hollendingurinn við ViaPlay.

Martinez og Raphael Varane mynduðu öflugt miðvarðarpar en Svíinn Victor Lindelof hefur staðið sig vel undanfarið í fjarveru Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner