Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   þri 27. ágúst 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brentford hafnar tilboði frá Forest
Brentford hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði frá Nottingham Forest í Yoane Wissa. Frá þessu greinir Sky Sports.

Brentford vill halda Wissa sem er 27 ára vinstri kantmaður. Wissa er fæddur í Frakklandi en spilar fyrir landslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.

Hann kom til Brentford frá Lorient árið 2021 og hefur skorað 30 mörk í 111 leikjum með Brentford. Hann skoraði í sigri Brentford gegn Crystal Palace í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.

Wolves hefur einnig áhuga á Wissa sem á tvö ár eftir af samningi sínum. Brentford greiddi 10 milljónir evra fyrir Wissa 2021.
Athugasemdir
banner
banner