Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 27. ágúst 2024 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Joao Cancelo til Al Hilal (Staðfest)
Joao Cancelo
Joao Cancelo
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sádi-arabíska félagið Al Hilal hefur staðfest kaupin á portúgalska bakverðinum Joao Cancelo en hann kemur frá Manchester City fyrir 20 milljónir punda.

Portúgalinn átti ekki afturkvæmt í lið Manchester City eftir að hann snéri til baka úr láni frá Barcelona í sumar.

Á dögunum náði Al Hilal samkomulagi við Man City um kaup á Cancelo og voru kaupin gerð formleg í dag.

Cancelo mun þéna um 15 milljónir evra í árslaun í Sádi-Arabíu en samningur hans er til þriggja ára.

Portúgalski landsliðsmaðurinn kemur inn í stað Saud Abdulhamid sem er farinn til Roma.


Athugasemdir
banner