Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 27. ágúst 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Meiddist í fyrsta leik - „Þetta er fáránlegt brot“
Matt O'Riley, nýr leikmaður Brighton á Englandi, meiddist eftir aðeins átta mínútur í 4-0 sigri liðsins á Crawley Town í enska deildabikarnum í kvöld.

Brighton tilkynnti kaupin á O'Riley í gær og fékk hann síðan eldskírn sína í dag.

Um átta mínútur voru liðnar þegar Jay Williams, leikmaður Crawley, fór í tæklingu á O'Riley sem gat ekki haldið leik áfram.

Sjúkraþjálfarar Brighton aðstoðuðu O'Riley af velli sem fékk þungt högg á ökklann.

Danski landsliðsmaðurinn kostaði Brighton 25 milljónir punda en hann kom til félagsins frá Celtic.

„Ég náði ekki tali á honum en þetta var fáránlegt brot og á ekki heima í fótbolta. Þessi staða breytti leiknum aðeins því leikurinn varð svolítið tilfinningaríkur, en ég vona að þetta sé ekki slæmt,“ sagði Fabian Huerzeler, stjóri Brighton, við Sky eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner