Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 27. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna sé rétti tíminn fyrir nýja áskorun
Franski kantmaðurinn Kingsley Coman gæti yfirgefið þýska stórveldið Bayern München áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í þessari viku.

Simon Stone, fréttamaður hjá BBC, segir að það sé ekki öruggt að hann muni yfirgefa Bayern á næstu dögum en það líti svo sannarlega þannig út.

„Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið hjá Bayern í sjö ár en hann virðist vera búinn að ákveða það að núna sé rétti tíminn fyrir nýja áskorun," segir Stone.

Coman hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu en það er líka einnig áhugi á honum úr ensku úrvalsdeildinni.

Fabrizio Romano segir frá því í dag að Al-Hilal í Sádi-Arabíu hafi lagt fram stórt tilboð í hann en það er enn óvíst hvort leikmaðurinn sé spenntur fyrir því.
Athugasemdir
banner