Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 27. ágúst 2024 12:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilar með Tindastóli í fallbaráttunni (Staðfest) - Fékk leikheimild 13 dögum eftir gluggalok
Kvenaboltinn
Mynd: Blackburn
Erica Alicia Cunningham fékk í gær leikheimild með Tindastóli og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum.

Hún hóf atvinnumannaferilinn í Sviss, lék næst með Norrköping og var svo á mála hjá Blacbkurn í Englandi áður enhún hélt til Sádi-Arabíu í fyrra þar sem hún lék með Eastern Flames FC.

Hún lék í sumar sinn fyrsta landsleik fyrir Níkaragva.

Það sem vekur mesta athygli við félagaskiptin er sú staðreynd að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir tveimur vikum síðan, eða í lok dags 13. ágúst.

„Erica er varnarmaður sem kom óvænt upp í hendurnar á okkur frá Sádi-Arabíu. Þetta festist aðeins í kerfinu og við höfum verið að bíða eftir FIFA," segir Donni Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, við Fótbolta.net.

Tindastóll á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Liðið er með þriggja stiga forskot á botnliðin tvö; Fylki og Keflavík. Eitt af þessum þremur verður í Bestu deildinni að ári. Fyrsti leikur í neðra umspilinu verður gegn Keflavík á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner