Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   sun 27. september 2020 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Óli Stígs: Þetta kom öllum á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var gríðarlega ánægður með að sækja 3 stig á Meistaravelli fyrr í dag.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik þar sem tvö rauð spjöld fengu að líta dagsins ljós og Fylkir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 97. mínútu eftir ansi mikla dramatík.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Þetta var svona eiginlega best eins og það verður, skora sigurmarkið þegar að 30 sekúndur eru eftir, ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur.''

„Við ætluðum að láta þá hafa fyrir þessu, vera áræðnir og aggressívir og byrjuðum leikinn vel. Völlurinn var svolítið þungur og erfitt að spila en KR-ingarnir voru aðeins sterkari í lok fyrri hálfleiksins, ég var samt ánægður með fyrri hálfleikinn. Svo skora þeir snemma í seinni og við missum mann útaf, þetta verður mjög erfitt eftir það.''


Sáu þjálfarar Fylkis hvað gerist í aðdraganda rauða spjaldsins á Beiti og vítaspyrnudómsins?

„Nei, ég fór strax að horfa á hvernig vörnin mín var staðsett til að loka á skyndisókn svo þetta kom öllum á óvart bara.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óli leikinn betur, aðstæðurnar og á hvaða vegferð Fylkismenn eru.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner