mán 27. september 2021 00:30
Fótbolti.net
Lið 22. umferðar - Nikolaj Hansen leikmaður umferðarinnar
Nikolaj Hansen er leikmaður umferðarinnar.
Nikolaj Hansen er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til hamingju Víkingar! Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferðinni þar sem markakóngurinn Nikolaj Hansen skoraði fyrra mark leiksins en hann er leikmaður umferðarinnar.

Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar og Sölvi Geir Ottesen er einnig í liðinu.



Breiðablik felldi granna sína í HK með 3-0 sigri þar sem Höskuldur Gunnlaugsson var valinn maður leiksins. Blikar samt súrir þrátt fyrir öruggan sigur en þeir áttu möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir umferðina. Alexander Helgi Sigurðarson er einnig í liði umferðarinnar.

KR-ingar unnu Stjörnumenn og tryggðu sér þriðja sætið sem mögulega verður Evrópusæti þegar upp verður staðið. Beitir Ólafsson og Óskar Örn Hauksson eru í úrvalsliðinu.

KA missti þriðja sætið úr höndunum með því að gera jafntefli gegn FH. Oliver Heiðarsson skoraði frábært mark í leiknum og Mikkel Qvist varnarmaður KA er einnig í úrvalsliðinu.

ÍA bjargaði sæti sínu á frækinn hátt með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflavík eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Sindri Snær Magnússon er í úrvalsliðinu eftir að hafa skorað sigurmarkið en Keflavík á einnig sinn fulltrúa, Ástbjörn Þórðarson skoraði geggjað mark.

Valur lauk tímabilinu með 6-0 sigri gegn föllnum Fylkismönnum þar sem Patrick Pedersen skoraði þrennu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 21. umferðar
Úrvalslið 20. umferðar
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Ingvar Jónsson (Víkingur)
20. umferð: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
19. umferð: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
18. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
17. umferð: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
16. umferð: Manga Escobar (Leiknir)
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
7. umferð: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner