mán 27. september 2021 20:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Brighton mistókst að komast á toppinn
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 1 - 1 Brighton
1-0 Wilfred Zaha ('45 , víti)
1-1 Neal Maupay ('90 )

Crystal Palace fékk Brighton í heimsókn í síðasta leik sjöttu umferðar Ensku Úrvalsdeildarinnar í dag.

Brighton hefur byrjað tímabilið af krafti en liðið hefði átti möguleika á því að fara á toppinn í deildinni með sigri í kvöld.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur framan af en þegar 45 mínútur voru komnar á klukkuna felldi Leandro Trossard hann Conor Gallagher í teignum og vítaspyrna dæmd. Wilfried Zaha steig á punktinn og skoraði.

Leikmenn Brighton reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og það tókst á 95. mínútu er Neal Maupay vippaði boltanum snyrtilega yfir Vicente Guita í marki Palace.
Athugasemdir
banner
banner