Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 27. september 2021 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill stækka hópinn - „Þurfum að klára að semja við menn sem eru hjá okkur"
Óskar Örn Hauksson er einn þeirra sem er að renna út á samningi.
Óskar Örn Hauksson er einn þeirra sem er að renna út á samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir leikmenn KR eru að verða samningslausir núna eftir tímabilið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Fótbolta.net á laugardag að vilji KR sé að halda öllum leikmönnunum sem eru að verða samningslausir.

„Við þurfum að klára að semja við þá leikmenn sem eru hjá okkur. Vil viljum halda sem flestum, helst öllum."

„Við viljum stækka hópinn okkar, bæta við okkur leikmönnum og geta átt fleiri möguleika á bekknum heldur en við höfðum t.d. í dag og þegar við lendum í meiðslum og leikbönnum,"
sagði Rúnar eftir sigur gegn Störnunni á laugardag í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

KR endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar þetta tímabilið og féll úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingi. Rúnar vill ná lengra á næsta tímabili.

„Ef þú ætlar að taka þátt í toppbaráttunni þarf að vera með breiðan hóp, sleppa við meiðsli og vera heppinn með einstaka leiki. Það verður allt að ganga upp og það gekk ekki alveg allt upp í sumar," sagði Rúnar.

Þessir eru að verða samningslausir hjá KR:
Óskar Örn Hauksson (1984) - 16.10
Pálmi Rafn Pálmason (1984) - 16.10
Theodór Elmar Bjarnason (1987) - Enginn samningur skráður
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (1986) - 16.10
Arnþór Ingi Kristinsson (1990) - 16.10
Aron Bjarki Jósepsson (1989) - 16.10
Guðjón Orri Sigurjónsson (1992) - 16.10
Valdimar Daði Sævarsson (2002) - 16.10

Sjá einnig:
Jóhann Árni sagður efstur á óskalista KR
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner