Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17 tapaði stórt gegn Spáni
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: KSÍ
Spánn 4- 0 Ísland

U17 landslið kvenna tapaði í dag 0-4 gegn Spáni í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2022. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 4-1 gegn Serbíu.

Spánn er með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Norður-Írland 3-0 í fyrsta leik sínum.

Spánn var sterkari aðilinn allan leikinn í dag og voru þær 1-0 yfir í hálfleik. Þær bættu við öðru marki sínu um miðjan síðari hálfleik og skoruðu svo tvö mörk undir lok leiks.

Ísland mætir Norður Írlandi í síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppninnar á fimmtudag og hefst sá leikur kl. 12:00. Riðillinn fer fram í Serbíu.

Þrjú af fjór­um liðum riðils­ins halda sæti sínu í A-deild, þar sem 28 bestu þjóðir Evr­ópu leika hverju sinni, og spila áfram um sæti í loka­keppn­inni í seinni um­ferð undan­keppn­inn­ar næsta vor en neðsta liðið fell­ur niður í B-deild.

Byrjunarliðið:
Fanney Inga Birkisdóttir (M) (F)
Lilja Lív Margrétardóttir
Eyrún Embla Hjartardóttir
Iðunn Rán Gunnarsdóttir
Harpa Helgadóttir (Steingerður Snorradóttir '70)
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir
Margrét Brynja Kristinsdóttir
Lilja Davíðsdóttir Scheving (Katla Tryggvadóttir '62)
Margrét Lea Gísladóttir (Snæfríður Eva Eiríksdóttir '76)
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '46)
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Eva Stefánsdóttir '70)
Athugasemdir
banner
banner