De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 27. september 2022 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Orri Steinn: Set kröfu á mig að skora úr svona færum
Millimetraspursmál í lokin
Svekktur
Svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ömurlegt, áttum miklu meira skilið í þessum leik fannst mér, vorum með þá allan tímann. Síðan fengum við færin, það er það sem er mest pirrandi - við vorum á þeim. Ef við hefðum bara legið til baka og verið að gera ekki neitt þá hefði þetta ekki verið svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og áttum skilið að vinna, ekki flóknara en það," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 landsliðsins, eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékkum í dag.

Jafnteflið þýðir að draumurinn um EM 2023 er úti þar sem fyrri umspilsleikur liðanna endaði með eins marks sigri Tékka.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Orri fékk gott færi eftir fasta fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni í seinni hálfleik. Skalli Orra fór yfir mark Tékka.

„Já, að sjálfsögðu. Boltinn kom mjög fast á mig, hafði ekki mikinn tíma til að stjórna honum en ég set kröfu á mig að skora úr svona færum. Svekkjandi en samt erfitt, en ég set kröfur."

Orri kom inn í liðið frá síðasta leik. „Nei, kom mér svo sem ekki á óvart. Það voru tveir fjarverandi og ég veit að Davíð Snorri hefur fulla trú á mér. Ég hef sýnt með innkomu minni í leikjum og á æfingum hversu góður ég er."

Eini hálfleikurinn sem Ísland tapaði var seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum. „Vorum ekki alveg nógu aggresívir þar og það verður okkur að bana í þessu einvigi. Það er mjög svekkjandi."

„Auðvitað verður þetta helvíti súrt þegar þeir byrja að tefja og byrja að vera óþolandi. En það er bara partur af þessu þegar þeir eru að verja forystu. Við héldum haus, fengum færin og síðan var þetta bara millimetraspursmál í lokin. Við vorum svo, svo nálægt þessu,"
sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner