Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 27. september 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH og ÍA fylgjast með þróun mála hjá Dusan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Brkovic, miðvörður KA, verður samningslaus í lok tímabilsins. Serbneski miðvörðurinn er að klára sitt þriðja tímabil á Akureyri og hefur hann verið lykilmaður í liðinu öll tímabilin.

Dusan er 34 ára og samkvæmt heimildum Fótbolta.net fylgjast FH og ÍA með hvort að varnarmaðurinn verði áfram fyrir norðan.

„Mér líður mjög vel, Akureyri er góður bær fyrir fjölskyldur. KA sem félag er mjög skipulagt og ég nýt þess að vera þar, félagið er ein stór fjölskylda og ég er mjög ánægður."

„Mér líkar lífið þar vel, ég er hljóðlátur maður; fjölskyldumaður og kann vel við mig á Akureyri. Það er nóg hægt að gera þar með fjölskyldunni og veðrið fyrir norðan er gott. Lífið þar er gott,"
sagði Dusan við Fótbolta.net í sumar.

ÍA vann Lengjudeildina í sumar og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili. FH er sem stendur í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner