Aron Einar Gunnnarsson og félagar í Al-Gharafa eru komnir aftur á sigurbraut en liðið var án sigurs í þremur leikjum í röð fyrir sigur gegn Al-Rayyan í deildinni í Katar í dag.
Aron Einar spilaði allan leikinn í 3-2 sigri en sigurmarkið var úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Aleksandar Mitrovic lagði upp fyrra mark Al-Rayyan. Al-Gharafa er í 3. sæti með 13 stig eftir sex umferðir, þremur stigum á undan Al-Rayyan.
Aron Einar spilaði allan leikinn í 3-2 sigri en sigurmarkið var úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Aleksandar Mitrovic lagði upp fyrra mark Al-Rayyan. Al-Gharafa er í 3. sæti með 13 stig eftir sex umferðir, þremur stigum á undan Al-Rayyan.
Lærisveinar Milosar Milojevic í Al-Sharjah töpuðu 2-1 gegn hans fyrrum lærisveinum í Al-Wasl í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hinrik Harðarson kom inn á sem varamaður þegar Odd tapaði 3-1 gegn Bodö/Glimt í 3. umferð norska bikarsins. Jóhannes Kristinn Bjarnason spilaði allan leikinn þegar Kolding tapaði 2-0 gegn Nordsjælland í danska bikarnum. Ari Leifsson var ekki með Kolding.
Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina þegar liðið tapaði 2-0 gegn U23 liði Inter í ítölsku C-deildinni. Ítalska sambandið dró tuttugu stig af Triestina vegna fjárhagsvandræða félagsins en liðið er að svo stöddu með 12 stig í mínus.
Athugasemdir