
Víkingur R. tapaði naumlega 3-2 gegn Þrótti R. í Laugardalnum. Einar kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn.
''Tilfinningin er hræðileg. Þetta var alveg ótrúlegt og hreint afrek að tapa þessum leik. Fyrir utan fyrstu 10 og seinustu 2 vorum við betra liðið á vellinum.''
''Það sem gerist hér í lokin, ég eiginlega veit ekki gengur á. Þær fá aukaspyrnu, frábær spyrna og frábær skalli hjá Kaylu. Ég veit nú ekki hvað gekk á í seinasta markinu, gjörsamlega með ólíkindum. En maður vinnur í þessu og maður tapar.''
Einari fannst liðið sitt spila heilt yfir vel í leiknum.
''Við stóðum okkur vel. Byrjuðum illa fyrsti 10 við vorum ekki að ná að skapa okkur almennileg færi í fyrri en í seinni hálfleik fannst mér við vera með leikinn algjörlega í höndunum. Komumst 2-1 yfir og þetta er klaufalegt hvernig við missum þetta niður. Byrjum kannski aðeins of snemma í einhverjum leikjum í hornfána. Ég þarf bara að horfa aftur á þetta til þess að sjá hvað var eiginlega í gangi þarna .''
''Maður var aldrei viss um að við skyldum vinna þetta en það var ekkert sem benti til þess að við myndum missa þetta niður fyrr en þær fá þessa aukaspyrnu. Kayla var helvíti sterk í loftinu og við vorum ekki nógu aggressíf í teignum. Svona gerist í fótbolta.''
Lestu um leikinn.
''Tilfinningin er hræðileg. Þetta var alveg ótrúlegt og hreint afrek að tapa þessum leik. Fyrir utan fyrstu 10 og seinustu 2 vorum við betra liðið á vellinum.''
''Það sem gerist hér í lokin, ég eiginlega veit ekki gengur á. Þær fá aukaspyrnu, frábær spyrna og frábær skalli hjá Kaylu. Ég veit nú ekki hvað gekk á í seinasta markinu, gjörsamlega með ólíkindum. En maður vinnur í þessu og maður tapar.''
Einari fannst liðið sitt spila heilt yfir vel í leiknum.
''Við stóðum okkur vel. Byrjuðum illa fyrsti 10 við vorum ekki að ná að skapa okkur almennileg færi í fyrri en í seinni hálfleik fannst mér við vera með leikinn algjörlega í höndunum. Komumst 2-1 yfir og þetta er klaufalegt hvernig við missum þetta niður. Byrjum kannski aðeins of snemma í einhverjum leikjum í hornfána. Ég þarf bara að horfa aftur á þetta til þess að sjá hvað var eiginlega í gangi þarna .''
''Maður var aldrei viss um að við skyldum vinna þetta en það var ekkert sem benti til þess að við myndum missa þetta niður fyrr en þær fá þessa aukaspyrnu. Kayla var helvíti sterk í loftinu og við vorum ekki nógu aggressíf í teignum. Svona gerist í fótbolta.''
Athugasemdir