Aston Villa fékk Bologna í heimsókn í fyrstu umferð deildarkeppninnar í Evrópudeildinni í kvöld.
Aston Villa náði forystunni eftir tæplega stundafjórðung þegar John McGinn skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateiginn.
Aston Villa náði forystunni eftir tæplega stundafjórðung þegar John McGinn skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateiginn.
Ollie Watkins byrjaði á bekknum hjá Aston Villa en hann kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Hann fékk vítaspyrnu stuttu síðar og tók hana sjálfur.
Skotið var hins vegar beint á markið og Lukasz Skorupski í marki Bologna varði frá honum. Bæði lið gerðu atlögu að því að skora undir lokin en sigur Aston Villa staðreynd. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos þegar liðið vann öruggan sigur á Young Boys á útivelli. Panathinaikos gerði svo gott sem út um leikinn með þremur mörkum á níu mínútna kafla í fyrri hálfleik.
Það gengur illa hjá Rangers undir stjórn Russell Martin en liðið er án sigurs í skosku deildinni. Liðið tapaði í Evrópudeildinni í kvöld gegn belgíska liðinu Genk.
Sjáðu öll úrslit og markaskorara hér fyrir neðan
Salzburg 0 - 1 Porto
0-1 William Gomes ('90 )
Aston Villa 1 - 0 Bologna
1-0 John McGinn ('13 )
1-0 Ollie Watkins ('68 , Misnotað víti)
Young Boys 1 - 4 Panathinaikos
0-1 Karol Swiderski ('10 )
0-2 Anass Zaroury ('13 )
0-3 Anass Zaroury ('19 )
1-3 Saidy Janko ('25 )
1-4 Anass Zaroury ('68 )
Ferencvaros 1 - 1 Plzen
0-1 Rafiu Durosinmi ('16 )
1-1 Aleksandar Pesic ('90 )
Rautt spjald: Cebrail Makreckis, Ferencvaros ('38)
Rangers 0 - 1 Genk
0-0 Oh Hyun-Gyu ('45 , Misnotað víti)
0-1 Oh Hyun-Gyu ('55 )
Rautt spjald: Mohammed Diomande, Rangers ('41)
Stuttgart 2 - 1 Celta
1-0 Badredine Bouanani ('51 )
2-0 Bilal El Khannouss ('68 )
2-1 Borja Iglesias ('86 )
Athugasemdir