Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Fyrsti sigur Aston Villa á tímabilinu - Öruggt hjá Sverri Inga
John McGinn var hetja Aston Villa
John McGinn var hetja Aston Villa
Mynd: EPA
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aston Villa fékk Bologna í heimsókn í fyrstu umferð deildarkeppninnar í Evrópudeildinni í kvöld.

Aston Villa náði forystunni eftir tæplega stundafjórðung þegar John McGinn skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateiginn.

Ollie Watkins byrjaði á bekknum hjá Aston Villa en hann kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Hann fékk vítaspyrnu stuttu síðar og tók hana sjálfur.

Skotið var hins vegar beint á markið og Lukasz Skorupski í marki Bologna varði frá honum. Bæði lið gerðu atlögu að því að skora undir lokin en sigur Aston Villa staðreynd. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos þegar liðið vann öruggan sigur á Young Boys á útivelli. Panathinaikos gerði svo gott sem út um leikinn með þremur mörkum á níu mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Það gengur illa hjá Rangers undir stjórn Russell Martin en liðið er án sigurs í skosku deildinni. Liðið tapaði í Evrópudeildinni í kvöld gegn belgíska liðinu Genk.

Sjáðu öll úrslit og markaskorara hér fyrir neðan

Salzburg 0 - 1 Porto
0-1 William Gomes ('90 )

Aston Villa 1 - 0 Bologna
1-0 John McGinn ('13 )
1-0 Ollie Watkins ('68 , Misnotað víti)

Young Boys 1 - 4 Panathinaikos
0-1 Karol Swiderski ('10 )
0-2 Anass Zaroury ('13 )
0-3 Anass Zaroury ('19 )
1-3 Saidy Janko ('25 )
1-4 Anass Zaroury ('68 )

Ferencvaros 1 - 1 Plzen
0-1 Rafiu Durosinmi ('16 )
1-1 Aleksandar Pesic ('90 )
Rautt spjald: Cebrail Makreckis, Ferencvaros ('38)

Rangers 0 - 1 Genk
0-0 Oh Hyun-Gyu ('45 , Misnotað víti)
0-1 Oh Hyun-Gyu ('55 )
Rautt spjald: Mohammed Diomande, Rangers ('41)

Stuttgart 2 - 1 Celta
1-0 Badredine Bouanani ('51 )
2-0 Bilal El Khannouss ('68 )
2-1 Borja Iglesias ('86 )
Athugasemdir