þri 27. október 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Seldu tíu þúsund miða en áhorfendur fá ekki að mæta
Real Madrid heimsækir Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn verður án áhorfenda.

Þýska félagið hafði selt 10.804 miða á leikinn en þegar þeir voru settir í sölu var leyfilegt að nota 20% af sætum vallarins.

En nú hafa reglur verið hertar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Dusseldorf vegna útbreiðslu Covid-19.

Gladbach þarf því að endurgreiða miðana.

Leikurinn í kvöld er hrikalega mikilvægur fyrir Real Madrid sem byrjaði riðilinn á óvæntu tapi gegn Shaktar Donetsk.
Athugasemdir
banner