Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   mið 27. nóvember 2024 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Liverpool og Real Madrid: Arftaki Trent og besti varamarkvörður heims með stórleik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Norður-írski hægri bakvörðurinn Conor Bradley og Írinn Caoimhin Kelleher voru bestu menn Liverpool í 2-0 sigrinum á Evrópumeisturum Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Bradley átti frábæran leik í bakverðinum en hann hefur verið að spila í fjarveru Trent Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold var að vísu á bekknum en Arne Slot taldi það of snemmt að setja hann í byrjunarliðið í kvöld. Trent er að renna út á samningi eftir tímabilið og er talið líklegt að hann sé á leið til Real Madrid, en Bradley mun væntanlega taka við keflinu af honum.

Bradley var valinn besti maður leiksins af Sky Sports, en hann var með Kylian Mbappe í vasanum stærstan hluta leiksins. Bradley fær 8 frá Sky eins og Kelleher, sem átti enn eina flottu frammistöðuna í marki þeirra rauðu.

Hann varði vítaspyrnu frá Kylian Mbappe í síðari hálfleiknum og nokkur skot, en annars var þetta heldur rólegt kvöld miðað við gæði andstæðingsins.

Liverpool: Kelleher (8), Bradley (8), Konate (7), Van Dijk (7), Robertson (6), Gravenberch (7), Jones (7), Mac Allister (8), Salah (7), Nunez (6), Diaz (7).
Varamenn: Gakpo (7)

Mbappe var slakasti maður Real Madrid með 4 í einkunn og þá kom Ferland Mendy næstur á eftir honum með 5, en hann var tekinn af velli eftir að hafa fengið á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Real Madrid: Courtois (6), Valverde (6), Raul Ascencio (6), Rudiger (6), Mendy (5), Modric (6), Camavinga (7), Bellingham (6), Arda Guler (6), Brahim Diaz (6), Mbappe (4).
Varamenn:: Vazquez (6), Ceballos (5), Garcia (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner