Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 28. janúar 2020 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
AC Milan minntist Kobe með fallegu myndbandi
Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, 41 árs að aldri.

Kobe var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni, Gianna, sem lést einnig í slysinu. Hún var 13 ára gömul. Það létust alls níu í þessu hörmulega slysi.

Kobe var afar mikill áhugamaður um fótbolta og mikill stuðningsmaður AC Milan. Hann ólst upp á Ítalíu þar sem faðir hans var atvinnumaður í körfubolta. Á Ítalíu heillaðist hann af fótboltaliði AC Milan.

AC Milan er í kvöld að spila við Torino í ítalska bikarnum, en leikmenn Milan leika með sorgarbönd út af slysinu.

Fyrir leikinn var Kobe minnst með stuttu myndbandi á San Siro. Undir lok myndbandsins birtust svo skilaboðin: „Goðsagnir deyja aldrei."

Stuðningsmenn Milan eru þá með borða í stúkunni. Á honum sendur: „Hvíl í friði Kobe og Gianna, að eilífu saman."


Athugasemdir
banner