Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. janúar 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára glímir við meiðsli: Skoða stöðuna í sumar
Arnór á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári síðan.
Arnór á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Skagamaðurinn Arnór Smárason mun leika áfra með Lilleström í Noregi á komandi tímabili. Hann ætlar sér það þrátt fyrir að félagið hafi fallið úr norsku úrvalsdeildinni eftir umspil við Start seint á síðasta ári.

Arnór er að glíma í meiðsli og segist í samtali við mbl.is vonast til að vera kominn á ról í apríl. Hann segir það einnig mikið áfall að hafa fallið en liðið stefnir beint upp aftur. Liðið eigi heima í efstu deild.

„Staðan á mér er sú að ég er að jafna mig eft­ir vöðvarof og er bú­inn að vera í endurhæfingu sem mun halda áfram eitt­hvað fram á vorið. Ég spilaði mikið meidd­ur á síðasta tíma­bili og ætla að gefa þessu tíma núna og koma sterk­ur aft­ur inn. Ég von­ast til að vera kom­inn á ról aft­ur í apríl ef allt geng­ur vel,“ sagði Arn­ór við mbl.is.

Samningur Arnórs við Lilleström rennur út eftir komandi tímabil og ætlar hann að taka stöðuna á sínum málum í sumar.

„Ég ein­beiti mér að því að verða hundrað pró­sent heill, kom­ast vel af stað aft­ur með liðinu og svo tek ég aft­ur stöðuna á mín­um mál­um í sum­ar,“ sagði Arn­ór.
Athugasemdir
banner
banner