Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 28. janúar 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Aston Villa og Leicester: Vardy byrjar ekki
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy byrjar á bekknum þegar Leicester heimsækir Aston Villa í síðari leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins á Englandi.

Staðan eftir fyrri leikinn í Leicester er 1-1. Ef leikurinn endar jafn er farið beint í vítakeppni.

Vardy er markahæsti leikmaður deildarinnar með 17 mörk. Hann fór meiddur af velli gegn West Ham fyrir tæpri viku síðan og var ekki með í bikarleik gegn Brentford síðasta laugardag. Honum var ekki treyst til að byrja í dag, en er á bekknum.

Kelechi Iheanacho, sem skoraði sigurmarkið gegn Brentford, byrjar frammi hjá Leicester í stað Vardy.

Leicester, sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, byrjar annars með sterkt lið.

Hjá Aston Villa byrjar Mbwana Samatta, sem var á dögunum keyptur frá Genk í Belgíu. Hann er að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Aston Villa: Nyland, Konsa, Hause, Mings, Guilbert, Nakamba, Luiz, Targett, El Ghazi, Samatta, Grealish.
(Varamenn: Sarkic, Elmohamady, Chester, Hourihane, Lansbury, Trezeguet, Davis)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Ricardo, Evans, Soyuncu, Chilwell, Ndidi, Tielemans, Maddison, Perez, Barnes, Iheanacho.
(Varamenn: Ward, Justin, Gray, Vardy, Albrighton, Benkovic, Praet)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner