Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 28. janúar 2022 11:31
Elvar Geir Magnússon
Sævar Péturs í formannsslaginn? - Páll liggur enn undir feldi
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður.
Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin sagði í þætti dagsins að Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, væri búinn að ákveða að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi.

Sævar hefur sjálfur ekki tjáð sig en að sögn Kristjáns mun hann tilkynna þetta á næstu dögum.

Formannskosningar verða á 76. ársþingi KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi og ætlar Vanda Sigurgeirsdóttir, sem tók við sem formaður bráðabirgðastjórnar sambandsins á síðasta ári, að bjóða sig fram áfram.

Ef satt reynist þá verður því formannsslagur á komandi ársþingi.

Páll Magnússon, fyrrum alþingismaður og útvarpsstjóri, gæti tekið þátt í þeim slag en hann liggur enn undir feldi. Hann staðfesti við Fótbolta.net í dag að hann væri enn að íhuga það hvort hann bjóði sig fram og býst við að taka ákvörðun á næstu tíu dögum.

Tilkynna þarf um framboð í síðasta lagi tveimur vikum fyrir ársþing. Það var mikil ólga í kringum KSÍ á síðasta ári og fótboltinn sjálfur algjörlega í bakgrunni.


Páll Magnússon
Athugasemdir
banner
banner
banner