Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   lau 28. janúar 2023 14:29
Ívan Guðjón Baldursson
Anthony Gordon er í læknisskoðun hjá Newcastle
Mynd: Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Anthony Gordon, kantmaður Everton, sé í læknisskoðun hjá Newcastle um þessar mundir.


Newcastle er talið borga 40 milljónir punda fyrir Gordon en sú upphæð getur hækkað umtalsvert með árangurstengdum aukagreiðslum.

Gordon mun skrifa undir samning beint eftir læknisskoðun og verður svo kynntur sem nýr leikmaður Newcastle.

Gordon, sem verður 22 ára í febrúar, heimtaði sölu frá Everton og var hættur að mæta á æfingar í mótmælaskyni. Everton hafnaði tilboðum frá Chelsea í leikmanninn síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner