Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. janúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zaniolo hafnaði Bournemouth
Mynd: Getty Images

Sky Sports greinir frá því að sóknartengiliðurinn Nicoló Zaniolo hafi hafnað því að skipta yfir til Bournemouth.


AS Roma samþykkti 30 milljón evra boð frá Bournemouth í meiðslapésann en Zaniolo vill ekki yfirgefa ítalska boltann til að spila fyrir fallbaráttulið á Englandi.

Zaniolo er 23 ára gamall og hefur glímt við ýmis meiðsli á ferlinum, meðal annars krossbandsslit. Roma vantar pening og hefur stjórn félagsins ekki tekið vel í þessa neitun frá Zaniolo.

Stjórnarmenn Bournemouth flugu til Rómar á dögunum til að sannfæra Zaniolo en það mistókst. Ítalinn hafnaði samningstilboðinu þó að hann hefði hækkað umtalsvert í launum við félagsskiptin.

Zaniolo er sagður vera spenntur fyrir að ganga í raðir AC Milan en Roma vill ekki senda hann þangað af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vill Milan fá leikmanninn á lánssamningi með kaupmöguleika og í öðru lagi vilja Rómverjar ekki missa mögulega öflugan leikmann til keppinauts í Serie A.

Þá hefur Zaniolo einnig áhuga á að ganga til liðs við Tottenham en þeir hvítklæddu virðast ætla að einbeita sér að öðrum skotmörkum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner