banner
   sun 28. febrúar 2021 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og Burnley: Bale byrjar - Jói meiddur
Mynd: Getty Images
Tottenham og Burnley eigast við í þriðja leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það er tæpur klukkutími í leikinn og stjórarnir hafa skilað inn byrjunarliðum sínum.

Tottenham er í níunda sæti deildarinnar og Burnley í 15. sæti.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með Burnley í dag vegna meiðsla. Meiðsli hans eru ekki talin mjög alvarleg og hann ætti að vera kominn á fulla ferð þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann er hins vegar ekki með í dag.

Gareth Bale er í byrjunarliði Tottenham og byrja Lucas Moura, Son Heung-min og Harry Kane einnig. Þetta er sóknarsinnað hjá Jose Mourinho í dag.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið en leikurinn er sýndur í beinni á Síminn Sport.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Alderweireld, Reguilon, Ndombele, Hojbjerg, Bale, Moura, Son, Kane.
(Varamenn: Hart, Doherty, Winks, Lamela, Dier, Sissoko, Alli, Davies, Vinicius)

Byrjunarlið Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Brownhill, Cork, Westwood, McNeil, Rodriguez, Vydra.
(Varamenn: Peacock-Farrell, Wood, Stephens, Bardsley, long, Dunne, Richardson, Benson, Driscoll-Glennon)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner