Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 28. febrúar 2021 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shaw: Þeim var sagt að þetta var víti
„Það var ekki mikið um færi í leiknum, bæði lið voru frekar örugg með sitt. Við vörðumst vel en við sköpuðum ekki mörg færi. Við erum frekar vonsviknir með það," sagði Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, eftir 0-0 jafntefli gegn Chelsea í dag.

„Bilið breikkar á milli okkar og City og við urðum að vinna. Við verðum að halda áfram, við náðum í stig gegn mjög góðu liði. Þeir vörðust vel svo við verðum að horfa á þetta þannig."

Shaw var spurður út augnablikið sem allir eru að ræða, þegar Callum Hudson-Odoi handlék boltann inn á eigin vítateig. Engin vítaspyrna var dæmd.

„Ég sá boltann fara í höndina. Ég veit ekki hvort það var Mason (Greenwood) eða Callum. Ég veit ekki af hverju leikurinn var stöðvaður. Ef þetta var ekki víti þá þarf ekki að stöðva leikinn. Þetta er ruglandi með þetta VAR. Ef þð á ekki að vera víti þá verður bara að halda leiknum áfram," sagði Shaw sem hélt svo áfram.

„Dómarinn sagði meira að segja við Maguire, ég heyrði hann segja, 'ef ég segi að þetta er víti þá mun þetta verða mjög umtalað eftir á.' Ég veit ekki alveg hvað gerðist þar."

„Maguire sagði að þeim var sagt að þetta væri víti, þeim var sagt það af VAR. Ég er ekki viss og ég skil þetta ekki. Við vorum með boltann svo af hverju að stoppa ef þú ætlar ekki að dæma víti."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 19 8 +11 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 13 +4 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner