Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel grínaðist varðandi Fernandes: Gefið honum hvíld!
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var í viðtali fyrir leikinn gegn Manchester United sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Tuchel var þar spurður út í Bruno Fernandes, leikmann Manchester United, og hvernig væri eiginlega hægt að stöðva hann.

„Það væri best fyrir okkur ef hann myndi ekki spila. Gefið honum hvíld!" sagði Tuchel léttur og bætti við:

„Við erum með leikmenn sem geta hugsað um hann. Við treystum N'Golo (Kante) og (Mateo) Kovacic til að hugsa vel um hann. Hann (Fernandes) er lykilmaður þeirra. Hann er leikmaður með mikil gæði en við erum líka með leikmenn með mikil gæði."

Chelsea hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Tuchel en það er spurning hvort það breytist í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og Fernandes er auðvitað í byrjunarliði Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner