Liverpool er í miklum meiðslavandræðum en margir ungir og óreyndir komu við sögu í mögnuðum sigri liðsins í úrslitum deildabikarsins um helgina.
Ryan Gravenberch bættist við á meiðslalistann í leiknum. Bobby Clark og James McConnell komu inn á gegn Chelsea en þeir byrja í kvöld. Þá er hinn 18 ára gamli Lewis Koumas að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.
Konate, Luis Diaz og Alexis McAllister eru á bekknum ásamt nokkrum ungum leikmönnum.
Mohamed Salah og Darwin Nunez eru enn fjarverandi vegna meiðsla.
Athugasemdir