Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saka að fjórfalda launin sín?
Mynd: Getty Images
Mirror hefur eftir the Sun að Bukayo Saka sé að fá væna launahækkun hjá Arsenal með nýjum samningi sínum. Núgildandi samningur rennur út næsta sumar en Arsenal vill binda enska landsliðsmanninn til lengri tíma.

Fjallað er um að Saka fái 300 þúsund pund í vikulaun. Það er 100 þúsund pundum meira en fyrst var fjallað um.

Saka hefur skorað tólf mörk og lagt upp tíu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu og lykilmaður í velgengni liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Arsenal er á toppnum.

Nýi samningurinn muni gilda fram á sumarið 2028. Ef um réttar tölur eru að ræða verður Saka launahæsti leikmaður Arsenal, en fyrir var Gabriel Jesus launahæstur með 250 þúsund pund í vikulaun.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner