Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Fjortoft: Haaland mun á endanum fara til Englands
Erling Braut Haaland hefur verið magnaður hjá Dortmund.
Erling Braut Haaland hefur verið magnaður hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Norski sparkspekingurinn Jan Aage Fjortoft segist sannfærður um að Erling Haaland muni enda í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland hefur verið iðinn við kolann fyrir Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund en hann er kominn með 41 mark í 36 leikjum fyrir Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund.

Manchester United reyndi að kaupa Haaland í janúar en hann ákvað að fara til Þýskalands. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði þennan 19 ára sóknarmann

Fjortoft er vinur Alf-Inge, faðir Haaland.

„Þeir velja alltaf staði þar sem hann getur þróast sem leikmaður. Hann fór frá Molde til Red Bull Salzburg og svo til Dortmund því það er rétti staðurinn fyrir hann núna," segir Fjortoft.

„Hann mun fara í ensku úrvalsdeildina þegar rétti tíminn kemur. Hann mun á endanum fara þangað."

„Hann er með magnað viðhorf. Hann elskar fótbolta og mun gera allt sem hann getur til að bæta sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner