Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir.
Andrea Mist Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir og Hildur Antonsdóttir.
Kristín Dís Árnadóttir og Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir er miðjumaður í liði Breiðabliks. Hún lék sinn fyrsta mótsleik sumarið 2013 og þrjá leiki sumarið 2014. Í kjölfarið lék hún í eitt ár með Fylki en kom heim í Kópavoginn árið 2016 og hefur verið þar síðan.

Á síðustu leiktíð lék Selma 16 leiki og skoraði eitt mark. Alls hefur hún leikið 69 leiki og skorað sex mörk í efstu deild. Selma hefur þá leikið 14 A-landsliðsleiki og skorað eitt mark. Í dag sýnir Selma á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Selma Sól Magnúsdóttir

Gælunafn: Hef aldrei fengið neitt slíkt

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2013

Uppáhalds drykkur: Kristall/Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en ek um á súkku swift

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi fokking Krull

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, ½ Daim, ½ snickerskurl, karamelludýfa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: SMS kóðinn þinn er 5836

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Pass

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Lieke Martens

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þorsteinn Halldórsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það eru allar bara geggjað nice

Sætasti sigurinn: Sigurinn í meistaradeildinni í sumar á móti Sparta Prag 3-2 heima

Mestu vonbrigðin: Íslandsmótið 2019

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andrea Mist Pálsdóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sindri Snær

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhannsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Steve G

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Áslaug Munda sagði að Hildur Þóra væri saklaus en samt ekki og ég treysti Áslaugu Mundu fyrir lífi mínu.

Uppáhalds staður á Íslandi: Seljahverfið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Spila með Hildi Antonsdóttir er ein stór skemmtun.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set símann í hleðslu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, boltaíþróttir og crossfit

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu

Vandræðalegasta augnablik: Ætlaði að svoleiðis að taka hratt innkast og hamra honum upp í horn, missti boltann í innkastinu og fékk dæmt á mig vitlaust innkast. Þetta gerðist í fyrra.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Berglind Björg og Ásta Eir eru package deal.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef fótbrotnað tvisvar sinnum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Alexandra Jóhannsdóttir er með hjarta úr gulli.

Hverju laugstu síðast: Ég er rosalega hreinskilin manneskja og á erfitt með að ljúga, man ekki eftir neinu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Æfa, læra, vinna og vera með fjölskyldu.

Þú getur keypt Selmu í Draumaliðsdeild 50skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner