Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 28. maí 2023 23:07
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög svekkjandi. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega í leik sem maður er að komast yfir í aftur og aftur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þið komist þrisvar sinnum yfir og missið það alltaf niður, ertu óánægður með eitthvað sérstakt í dag?

„Ég er bara óánægður með það að hafa misst þetta svona oft niður og þeir eru líka hundóánægðir með það strákarnir. Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir að missa dampinn eftir að hafa skorað öll þessi mörk. Ég held að við séum allir óánægðir með það.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan vera í heild sinni?

„Bara dálítið kaflaskipt. Fram og til baka góðir og ekki jafn góðir í fyrri hálfleiknum og það sama í seinni hálfeiknum. Þegar þeir komast yfir í seinni hálfleiknum var þetta orðið dálítið mikið bara eitthvað. En bara jákvæðir punktar eins og neikvæðir.“

Karl Ágúst, fæddur árið 2007, kemur inn á í seinni hálfleik, hvað getur þú sagt okkur um hann?

„Hann kom inn á í fullt af leikjum í fyrra og byrjaði meðal annars nokkra leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Það er gott að geta sett hann inn á.“

Þetta var fyrsti leikurinn ykkar á grasi, fannst þér þetta vera eitthvað öðruvísi í dag en í hinum leikjunum á gervigrasi?

„Nei ég held ekki. Bara öðruvísi, við spilum síðan auðvitað aftur á grasi í vikunni. Mér fannst samt grasið hafa engin áhrif á hvernig leikurinn fór.“

Næsti leikur er útleikur gegn ÍBV, hvernig leggst sá leikur í þig?

„Bara mjög vel. Það er gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum spyrnt okkur aftur af stað.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner