Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 28. maí 2023 23:07
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög svekkjandi. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega í leik sem maður er að komast yfir í aftur og aftur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þið komist þrisvar sinnum yfir og missið það alltaf niður, ertu óánægður með eitthvað sérstakt í dag?

„Ég er bara óánægður með það að hafa misst þetta svona oft niður og þeir eru líka hundóánægðir með það strákarnir. Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir að missa dampinn eftir að hafa skorað öll þessi mörk. Ég held að við séum allir óánægðir með það.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan vera í heild sinni?

„Bara dálítið kaflaskipt. Fram og til baka góðir og ekki jafn góðir í fyrri hálfleiknum og það sama í seinni hálfeiknum. Þegar þeir komast yfir í seinni hálfleiknum var þetta orðið dálítið mikið bara eitthvað. En bara jákvæðir punktar eins og neikvæðir.“

Karl Ágúst, fæddur árið 2007, kemur inn á í seinni hálfleik, hvað getur þú sagt okkur um hann?

„Hann kom inn á í fullt af leikjum í fyrra og byrjaði meðal annars nokkra leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Það er gott að geta sett hann inn á.“

Þetta var fyrsti leikurinn ykkar á grasi, fannst þér þetta vera eitthvað öðruvísi í dag en í hinum leikjunum á gervigrasi?

„Nei ég held ekki. Bara öðruvísi, við spilum síðan auðvitað aftur á grasi í vikunni. Mér fannst samt grasið hafa engin áhrif á hvernig leikurinn fór.“

Næsti leikur er útleikur gegn ÍBV, hvernig leggst sá leikur í þig?

„Bara mjög vel. Það er gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum spyrnt okkur aftur af stað.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner