Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 28. maí 2023 23:07
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög svekkjandi. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega í leik sem maður er að komast yfir í aftur og aftur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Þið komist þrisvar sinnum yfir og missið það alltaf niður, ertu óánægður með eitthvað sérstakt í dag?

„Ég er bara óánægður með það að hafa misst þetta svona oft niður og þeir eru líka hundóánægðir með það strákarnir. Það er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir að missa dampinn eftir að hafa skorað öll þessi mörk. Ég held að við séum allir óánægðir með það.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan vera í heild sinni?

„Bara dálítið kaflaskipt. Fram og til baka góðir og ekki jafn góðir í fyrri hálfleiknum og það sama í seinni hálfeiknum. Þegar þeir komast yfir í seinni hálfleiknum var þetta orðið dálítið mikið bara eitthvað. En bara jákvæðir punktar eins og neikvæðir.“

Karl Ágúst, fæddur árið 2007, kemur inn á í seinni hálfleik, hvað getur þú sagt okkur um hann?

„Hann kom inn á í fullt af leikjum í fyrra og byrjaði meðal annars nokkra leiki í Lengjudeildinni í fyrra. Það er gott að geta sett hann inn á.“

Þetta var fyrsti leikurinn ykkar á grasi, fannst þér þetta vera eitthvað öðruvísi í dag en í hinum leikjunum á gervigrasi?

„Nei ég held ekki. Bara öðruvísi, við spilum síðan auðvitað aftur á grasi í vikunni. Mér fannst samt grasið hafa engin áhrif á hvernig leikurinn fór.“

Næsti leikur er útleikur gegn ÍBV, hvernig leggst sá leikur í þig?

„Bara mjög vel. Það er gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum spyrnt okkur aftur af stað.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 4-3 tap gegn FH í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner