Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 28. júní 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni Skúla: Svekktur út í þessi drullumörk
Lengjudeildin
Brynjar Skúlason.
Brynjar Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur út í þessi drullumörk sem við fengum á okkur, tvö úr föstum leikatriðum og eitt sem var kross á fjær og bakvörðurinn minn ekki rétt staðsettur," sagði Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði eftir 2 - 3 tap heima gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Við vorum drullulélegir í 25 mínútur í fyrri hálfleik en eftir það fannst mér við miklu sterkara liðið, meira með boltann og það hefði verið sætt að setja hann í restina þegar ég hélt við værum að skora," bætti hann við.

„Við getum ekki unnið leiki ef við ætlum að þurfa að skora 4-5 mörk í leik. Við erum ennþá að venjast styrknum og tempóinu. Það eru allir stærri, fljótari og sterkari og það er leyft aðeins meira. Menn þurfa að læra á línuna og taka aðeins meira á andstæðingunum."

Leiknir spilar heimaleik sína innanhúss í Fjarðabyggðarhöllinni. Er ekki svekkjandi að spila inni yfir hásumar?

„Auðvitað væri meira sexy að vera úti á alvöru grasi í sól og blíðu en þetta er sú aðstaða sem er í boði fyrir okkur og við erum ánægðir með hana."

Leiknir spilaði í bikarnum gegn Stjörnunni í vikunni en Covid-19 smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar í gær. Hver voru samskiptin vegna þessa um hvort leikurinn færi fram?

„Mér vitandi hafði enginn frá KSÍ samband við okkur. Þórsarar voru að spyrja okkur á laugardagsmorgun og ég sagði að ég vissi jafnmikið og þeir. Við komumst að því sjálfir að þetta væri leikmaður sem var ekki í hóp á móti okkur. Þórsarar náðu svo í Birki Sveins hjá KSÍ sem sagði að leikurinn væri ON. Þetta er óþægilegt."

Nánar var rætt við Binna í sjónvarpinu að ofan en þar segir hann frá því að einn hans leikmanna sé veikur og þurfi því að fara í test til öryggis.
Athugasemdir
banner