Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   sun 28. júní 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni Skúla: Svekktur út í þessi drullumörk
Lengjudeildin
Brynjar Skúlason.
Brynjar Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur út í þessi drullumörk sem við fengum á okkur, tvö úr föstum leikatriðum og eitt sem var kross á fjær og bakvörðurinn minn ekki rétt staðsettur," sagði Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði eftir 2 - 3 tap heima gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Við vorum drullulélegir í 25 mínútur í fyrri hálfleik en eftir það fannst mér við miklu sterkara liðið, meira með boltann og það hefði verið sætt að setja hann í restina þegar ég hélt við værum að skora," bætti hann við.

„Við getum ekki unnið leiki ef við ætlum að þurfa að skora 4-5 mörk í leik. Við erum ennþá að venjast styrknum og tempóinu. Það eru allir stærri, fljótari og sterkari og það er leyft aðeins meira. Menn þurfa að læra á línuna og taka aðeins meira á andstæðingunum."

Leiknir spilar heimaleik sína innanhúss í Fjarðabyggðarhöllinni. Er ekki svekkjandi að spila inni yfir hásumar?

„Auðvitað væri meira sexy að vera úti á alvöru grasi í sól og blíðu en þetta er sú aðstaða sem er í boði fyrir okkur og við erum ánægðir með hana."

Leiknir spilaði í bikarnum gegn Stjörnunni í vikunni en Covid-19 smit kom upp í herbúðum Stjörnunnar í gær. Hver voru samskiptin vegna þessa um hvort leikurinn færi fram?

„Mér vitandi hafði enginn frá KSÍ samband við okkur. Þórsarar voru að spyrja okkur á laugardagsmorgun og ég sagði að ég vissi jafnmikið og þeir. Við komumst að því sjálfir að þetta væri leikmaður sem var ekki í hóp á móti okkur. Þórsarar náðu svo í Birki Sveins hjá KSÍ sem sagði að leikurinn væri ON. Þetta er óþægilegt."

Nánar var rætt við Binna í sjónvarpinu að ofan en þar segir hann frá því að einn hans leikmanna sé veikur og þurfi því að fara í test til öryggis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner