Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júlí 2021 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Drama í uppbótartíma á Akranesi og Grenivík
Monakana kom Magna í 3-2.
Monakana kom Magna í 3-2.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hörður Sveins gerði jöfnunarmark Reynis.
Hörður Sveins gerði jöfnunarmark Reynis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV er í þriðja sæti.
KV er í þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dramatík í uppbótartímum bæði á Akranesi og í Grenivík í 2. deild karla í kvöld.

Magni lenti tvisvar undir gegn botnliði Fjarðabyggðar en sýndi mikla þrautseigju og náði að landa frábærum sigri fyrir framan stuðningsmenn sína.

Jeffrey Monakana kom Magna yfir úr vítaspyrnu á 92. mínútu og Alexander Ívan Bjarnason skoraði fjórða markið stuttu síðar. Lokatölur 4-2 fyrir Magna og útlitið mjög dökkt fyrir Fjarðabyggð.

Magni er í sjötta sæti með 20 stig og Fjarðabyggð er á botninum með aðeins fimm stig.

Í Akraneshöllinni skoraði Hörður Sveinsson jöfnunarmark Reynis gegn Kára á 91. mínútu. Þetta var mikill markaleikur og endaði með 3-3 jafntefli.

Reynir er í níunda sæti með 17 stig og Kári er tíu stigum fyrir neðan í næst neðsta sæti deildarinnar.

KV kom sér upp í þriðja sæti deildarinnar með flottum heimasigri gegn Njarðvík, 3-1. KV er einu stigi frá Völsungi í öðru sæti, en Njarðvík situr í fimmta sæti eftir að hafa ekki tekist að vinna neinn af síðustu fjórum leikjum sínum.

Þróttur Vogum, topplið deildarinnar, hefur gert tvö markalaus jafntefli í röð. Í kvöld var niðurstaðan markalaust jafntefli á heimavelli gegn ÍR þar sem gestirnir voru einum færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo, eftir að Jordian G S Farahani fékk að líta rauða spjaldið.

Vogamenn eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og allt opið í þessu enn. ÍR er í áttunda sæti með 18 stig.

Þróttur V. 0 - 0 ÍR
Rautt spjald: Jordian G S Farahani, ÍR ('78)

Kári 3 - 3 Reynir S.
1-0 Breki Þór Hermannsson ('10)
1-1 Magnús Magnússon ('14)
1-2 Ási Þórhallsson ('18)
2-2 Árni Salvar Heimisson ('45)
3-2 Ísak Örn Elvarsson ('73)
3-3 Hörður Sveinsson ('91)

KV 3 - 1 Njarðvík
1-0 Valdimar Daði Sævarsson ('7)
2-0 Grímur Ingi Jakobsson ('40)
2-1 Bergþór Ingi Smárason ('56)
3-1 Kristján Páll Jónsson ('69)

Magni 4 - 2 Fjarðabyggð
0-1 Denis Vnukov ('36)
1-1 Dominic Vose ('40)
1-2 Hákon Þór Sófusson ('58)
2-2 Viktor Már Heiðarsson ('78)
3-2 Jeffrey Monakana ('92, víti)
4-2 Alexander Ívan Bjarnason ('94)

Önnur úrslit í kvöld:
2. deild: Völsungur óstöðvandi - Dramatík í Fjarðabyggðarhöllinni
Athugasemdir
banner
banner
banner