Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. ágúst 2021 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool náði ekki að brjóta varnarmúr Chelsea
Tveir grjótharðir.
Tveir grjótharðir.
Mynd: EPA
Liverpool 1 - 1 Chelsea
0-1 Kai Havertz ('22 )
1-1 Mohamed Salah ('45 , víti)
Rautt spjald: Reece James, Chelsea ('45)

Liverpool mun örugglega svekkja sig á úrslitunum í leik sínum við Chelsea - sem var að klárast - fram eftir kvöldi.

Liverpool var ofan á í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem tók forystuna þegar Kai Havertz skoraði. Mögulega hefði Alisson átt að gera betur en boltinn fór yfir hann.

Undir lok fyrri hálfleiks dró heldur betur til tíðinda. Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi Reece James á marklínunni.

Anthony Taylor dæmdi ekkert fyrst en leit á VAR-skjáinn í um það bil eina sekúndu og komst þá að þeirri niðustöðu að dæma víti. Hann gaf James einnig rautt spjald.

Hægt er að skoða myndband af atvikinu hérna.

Liverpool var einum fleiri í seinni hálfleik en náði ekki að nýta sér þann liðsmun. Thomas Tuchel er búinn að búa til frábært varnarlið og jafnvel einum færri er gríðarlega erfitt að brjóta þá á bak aftur. Liverpool fann ekki lausnir og Chelsea náði að halda út.

Lokatölur 1-1 í þessum leik. Bæði þessi lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki og hafa litið mjög vel út í byrjun tímabilsins.

Önnur úrslit í dag:
England: Man City kjöldróg Arsenal
England: Tvö mörk í uppbótartíma í jafntefli Newcastle og Southamton - Everton vann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner