Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   mið 28. ágúst 2024 16:37
Elvar Geir Magnússon
Brasilískur táningur til Brentford (Staðfest)
Nunes með hnefann á lofti.
Nunes með hnefann á lofti.
Mynd: EPA
Brentford hefur keypt brasilíska vængmanninn Gustavo Nunes frá Gremio fyrir um tíu milljónir punda. Ungstirnið hefur skrifað undir sex ára samning, með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

Nunes er átján ára og segir Thomas Frank stjóri Brentford að það hafi þurft harða baráttu við önnur áhugasöm félög til að landa honum.

„Hann þarf tíma til að aðlagast en er mjög spennandi leikmaður. Hann er beinskeyttur og með sköpunarmátt," segir Frank.

Brentford hefur áður í sumarglugganum keypt brasilíska sóknarmanninn Igor Thiago, 23 ára, fyrir 30 milljónir punda. Auk þess hefur félagið fengið portúgalska vængmanninn Fabio Carvalho og hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg frá Liverpool.

Gluggadagurinn er á föstudaginn og gæti Ivan Toney yfirgefið Brentford áður en glugganum verður lokað.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 10 4 2 28 9 +19 34
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 3 13 8 33 -25 3
Athugasemdir