Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mið 28. ágúst 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool hafnaði tilboði frá Leverkusen
Sky Sports greinir frá því að Liverpool hafi hafnað lánstilboði frá Bayer Leverkusen fyrir miðjumanninn efnilega Tyler Morton, sem er 21 árs gamall.

Þýskalandsmeistarar Leverkusen hafa áhuga á Morton sem gerði flotta hluti á láni hjá Blackburn Rovers og Hull City í Championship deildinni síðustu tvö tímabil.

Morton kom við sögu í níu keppnisleikum með Liverpool tímabilið 2021-22 en hefur síðan þá verið úti á láni.

Sky heldur því fram að Liverpool ætli sér ekki að lána Morton út fyrir gluggalok. Arne Slot hyggst nota hann í vetur.

Morton á 6 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner