Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 28. ágúst 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd setur aukinn kraft í að fá Chilwell
Það virðist stefna í áhugaverðan gluggadag hjá Manchester United en Independent segir nú að félagið sé að setja aukinn kraft í viðræður við Chelsea um bakvörðinn Ben Chilwell.

Crystal Palace hafnaði möguleikanum á að fá Chilwell en United er að skoða þann kost núna.

Það er talið að það sé enn nokkuð í land þar sem Chilwell er á háum launum hjá Chelsea. Hann er ekki í plönum Lundúnafélagsins og má fara annað.

Man Utd þarf vinstri bakvörð þar sem Luke Shaw og Tyrell Malacia eru báðir á meiðslalistanum.

Chilwell, sem er 27 ára, kom til Chelsea frá Leicester sumarið 2020. Hann á að baki 21 landsleik fyrir England og er samningsbundinn til 2027.

Það voru fréttir um það í gær að Man Utd og Chelsea myndu mögulega skipta á leikmönnum en þá var átt við Raheem Sterling og Jadon Sancho.
Athugasemdir
banner