Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 28. ágúst 2024 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Moukoko til Nice (Staðfest) - 15 milljón evru kaupmöguleiki
OGC Nice er búið að staðfesta félagaskipti Youssoufa Moukoko til félagsins frá Borussia Dortmund.

Moukoko kemur á lánssamningi sem gildir út tímabilið en Nice hefur kaupmöguleika sem nemur rétt rúmlega 15 milljónum evra.

Moukoko er 19 ára gamall framherji sem hefur spilað 99 keppnisleiki fyrir Borussia Dortmund og á tvö ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið sitt.

Táningurinn vill fá meiri spiltíma heldur en er í boði hjá Dortmund og fer því frá félaginu. Ef vel gengur í franska boltanum gæti hann skipt um félag næsta sumar.

Moukoko er lykilmaður í U21 landsliði Þýskalands þar sem hann á 12 mörk í 13 leikjum, en hann hefur einnig tekið þátt í tveimur leikjum með A-landsliðinu.


Athugasemdir
banner