Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mið 28. ágúst 2024 12:34
Elvar Geir Magnússon
Sautján ára leikmaður Barcelona frá í heilt ár
Meiðsli hins bráðefnilega Marc Bernal setti ljótan blett á sigur Barcelona gegn Rayo Vallecano. Þessi sautján ára táningur sleit krossband í leiknum og þarf að gangast undir flókna aðgerð.

Bernal er varnartengiliður sem hefur heillað í upphafi tímabils en hann hefur byrjað alla þrjá leiki Barcelona. Honum hefur verið líkt við sjálfan Sergio Busquets.

Hann fór meiddur af velli eftir að hafa lent í samstuði við Isi Palazon í gær.

Hann sleit ekki aðeins krossband heldur varð fyrir það slæmum áverkum að líklega þarf tvær aðgerðir. Hann verður því frá keppni í ellefu til tólf mánuði.

Gavi, sem varð fyrir svipuðum meiðslum í fyrra, sendi Bernal skilaboð á Instagram og sagði: „Ég veit að þetta er erfitt, en þú munt koma sterkari til baka."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Villarreal 2 2 0 0 7 0 +7 6
2 Barcelona 2 2 0 0 6 2 +4 6
3 Real Madrid 2 2 0 0 4 0 +4 6
4 Getafe 2 2 0 0 4 1 +3 6
5 Athletic 2 2 0 0 4 2 +2 6
6 Espanyol 2 1 1 0 4 3 +1 4
7 Betis 2 1 1 0 2 1 +1 4
8 Vallecano 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Alaves 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Osasuna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Real Sociedad 2 0 2 0 3 3 0 2
12 Elche 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Atletico Madrid 2 0 1 1 2 3 -1 1
14 Valencia 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Celta 2 0 1 1 1 3 -2 1
16 Mallorca 2 0 1 1 1 4 -3 1
17 Levante 2 0 0 2 3 5 -2 0
18 Sevilla 2 0 0 2 3 5 -2 0
19 Oviedo 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 Girona 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner