Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 28. ágúst 2024 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Juventus setji nú allt púður í að landa Sancho
Nú eftir að ljóst er að Federico Chiesa verður leikmaður Liverpool þá hefur Juventus sett allt í gang til að landa Jadon Sancho frá Manchester United.

Frá þesu greinir ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Gianluca Di Marzio rétt í þessu.

Sancho hefur verið á blaði hjá Juventus í allt sumar en Chelsea og PSG hafa einnig verið orðu við enska vængmanninn.

juventus er að fá 11 milljónir punda fyrir Chiesa og losnar við Chiesa af launaskrá. Það gæti opnað möguleikann á því að félagið geti fengið Sancho en United vildi fá 40 milljónir fyrir hann fyrr í sumar.

Sancho er 24 ára og hefur verið hjá félaginu í þrjú ár. Hann lenti upp á kant við Erik ten Hag fyrir ári síðan og er ekki útlit fyrir að hann eigi framtíð á Old Trafford.
Athugasemdir