
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði fréttamannafund sinn í dag á að þakka Alfreð Finnbogasyni fyrir framlag sitt til landsliðsins. Alfreð tilkynnti það á mánudag að hann væri hættur að spila með landsliðinu.
Alfreð hringdi í Hareide og tilkynnti honum að hann ætlaði sér að hætta að spila með Íslandi.
Alfreð hringdi í Hareide og tilkynnti honum að hann ætlaði sér að hætta að spila með Íslandi.
„Hann vissi alltaf hvar markið var. Takk fyrir allt Alfreð og gangi þér vel í Belgíu og með restina af fótboltalífinu," sagði Hareide á fundinum.
Alfreð hefur verið í minna hlutverki að undanförnu en hann er í dag á mála hjá Eupen í Belgíu. Liðið féll niður í belgísku B-deildina fyrir yfirstandandi tímabil en Alfreð hefur verið á bekknum í fyrstu leikjum tímabilsins.
Hareide var spurður að því hvort Alfreð hefði verið í hópnum núna ef hann hefði ekki hætt.
„Ef hann væri að spila, þá hefði það verið möguleiki. En hann er búinn að vera á bekknum í fyrstu leikjunum í B-deildinni í Belgíu. Það er ekki nægilega gott fyrir Ísland. Alfreð veit það, hann veit það. Við þurfum að vera með eins marga leikmenn og mögulegt er á sem hæstu stigi. Það er mikilvægt þegar þú ert að keppa í landsliðsfótbolta," sagði Hareide.
Athugasemdir