Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 28. september 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Systir Ronaldo: Stuðningsmennirnir eru sálarlausir og vanþakklátir
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandi sínu eftir slakar frammistöður með landsliðinu að undanförnu.


Portúgal tapaði gegn Spánverjum í Þjóðadeildinni í gær en Ronaldo fékk mörg tækifæri til að skora en honum brást bogalistin.

Systir hans hefur séð sig knúna til að skrifa um stuðningsmenn landsliðsins eftir mikla gagnrýni sem bróðir hennar hefur fengið.

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Portúgalir spíta á diskana sem þeir borða af, það hefur alltaf verið þannig. Það er nauðsynlegt að styðja þá sem hafa alltaf gefið allt sitt til að styðja við Portúgal. Stuðningsmenn Portúgal geta verið klikkaðir, smámunasamir, sálarlausir, heimskir og vanþakklátir að eilífu," segir Katia Aveiro systir Ronaldo.

Ronaldo hefur misst sætið sitt í byrjunarliði Manchester United en stuðningsmenn portúgalska landsliðsins vilja margir hverjir sjá þennan 37 ára gamla leikmann fara á bekkinn fyrir HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner