Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   fim 28. september 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mikið til að mæta þeim, þetta er stemningslið og ég held að þetta verði geggjaður leikur," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Víðis í Garði, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Á morgun spilar Víðir við KFG í fyrsta úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

„Tilfinningin er rosalega góð. Deildin fór eins og hún fór, en þessi keppni er annað. Þetta verður sturlað, alveg geggjað. Stórt hrós til Fótbolta.net og KSÍ hvernig er verið að setja þennan leik upp."

Víðir mistókst að komast upp úr 3. deild sem voru vonbrigði en það er mikil gulrót að vera komin í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það er gulrót að komast í þennan leik, alveg klárlega," segir Sveinn.

Víðismenn eru ekki alveg ókunnugir því að leika til úrslita um bikar á Laugardalsvelli en liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987 og mætti þar Fram. Lokatölur urðu 5-0 í leik þar sem Víðismenn sáu lítið af boltanum innan sinna raða gegn einu öflugasta liði landsins á þeim árum.

„Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er en miðað við það hvernig er verið að tríta þennan leik, þá er þetta risastórt fyrir félögin í neðri deildum. Ég er að vonast til að fólk mæti og ég skora á leikmenn, stjórnir og þjálfara úr neðri deildum að mæta," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
   28.09.2023 08:15
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner