Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fim 28. september 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
watermark Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mikið til að mæta þeim, þetta er stemningslið og ég held að þetta verði geggjaður leikur," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Víðis í Garði, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Á morgun spilar Víðir við KFG í fyrsta úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

„Tilfinningin er rosalega góð. Deildin fór eins og hún fór, en þessi keppni er annað. Þetta verður sturlað, alveg geggjað. Stórt hrós til Fótbolta.net og KSÍ hvernig er verið að setja þennan leik upp."

Víðir mistókst að komast upp úr 3. deild sem voru vonbrigði en það er mikil gulrót að vera komin í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það er gulrót að komast í þennan leik, alveg klárlega," segir Sveinn.

Víðismenn eru ekki alveg ókunnugir því að leika til úrslita um bikar á Laugardalsvelli en liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987 og mætti þar Fram. Lokatölur urðu 5-0 í leik þar sem Víðismenn sáu lítið af boltanum innan sinna raða gegn einu öflugasta liði landsins á þeim árum.

„Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er en miðað við það hvernig er verið að tríta þennan leik, þá er þetta risastórt fyrir félögin í neðri deildum. Ég er að vonast til að fólk mæti og ég skora á leikmenn, stjórnir og þjálfara úr neðri deildum að mæta," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
   28.09.2023 08:15
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner