Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 28. september 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mikið til að mæta þeim, þetta er stemningslið og ég held að þetta verði geggjaður leikur," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Víðis í Garði, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Á morgun spilar Víðir við KFG í fyrsta úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

„Tilfinningin er rosalega góð. Deildin fór eins og hún fór, en þessi keppni er annað. Þetta verður sturlað, alveg geggjað. Stórt hrós til Fótbolta.net og KSÍ hvernig er verið að setja þennan leik upp."

Víðir mistókst að komast upp úr 3. deild sem voru vonbrigði en það er mikil gulrót að vera komin í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það er gulrót að komast í þennan leik, alveg klárlega," segir Sveinn.

Víðismenn eru ekki alveg ókunnugir því að leika til úrslita um bikar á Laugardalsvelli en liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987 og mætti þar Fram. Lokatölur urðu 5-0 í leik þar sem Víðismenn sáu lítið af boltanum innan sinna raða gegn einu öflugasta liði landsins á þeim árum.

„Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er en miðað við það hvernig er verið að tríta þennan leik, þá er þetta risastórt fyrir félögin í neðri deildum. Ég er að vonast til að fólk mæti og ég skora á leikmenn, stjórnir og þjálfara úr neðri deildum að mæta," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
   28.09.2023 08:15
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner