Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Neville ekki stoltur af ummælunum en fannst þau eiga rétt á sér - „Vildi ekki persónugera þetta“
Chelsea klúðraði málunum í úrslitaleik deildabikarsins
Chelsea klúðraði málunum í úrslitaleik deildabikarsins
Mynd: Getty Images
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segist ekki stoltur af ummælum sínum um Chelsea eftir úrslitaleik enska deildabikarsins, en fannst þau eiga rétt á sér.

Neville lét þau háfleygu orð flokka að Chelsea væri 'bláu milljarða punda klúðrararnir' en þar vísaði hann í leikmannakaup enska félagsins síðasta eina og hálfa árið.

Eyðsla Chelsea hefur ekki borið árangur til þessa. Liðið hafnaði í 10. sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 11. sæti og tapaði þá úrslitum deildabikarsins gegn óreyndu liði Liverpool.

Því ákvað Neville að láta vaða í útsendingu en Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, fannst ummælin ekki eiga rétt á sér og taldi þau ósanngjörn.

Neville talaði um ákvörðunina að láta þessi ummæli flakka í hlaðvarpsþættinum Stick To Football.

„Reiði mín í garð Chelsea fór stigvaxandi í framlengingunni og ég hugsaði með mér að ég ætlaði að nota nafn Todd Boehly, en ég vildi ekki persónugera þetta. Síðan hugsaði hvort það væri of mikið að segja þetta. Þetta er það sem ég pældi í um leið og ég sagði þetta, þegar það fer kannski í gegnum hausinn á manni hvort það sé ástæða fyrir að sleppa því. Mér fannst þetta samt þurfa að koma fram þó þetta hafi verið svolítið höstug lína.“

„Eftir leikinn fór ég til upptökustjórans og spurði hvort þetta hafi verið of mikið. Hann sagði að þetta hafi verið kannski svolítið höstugt, en bætti líka við: „Við erum í sjónvarpi, þetta er skemmtun og eitt stærsta augnablik tímabilsins, með sigurmarki undir lokin“. Hann spurði mig síðan hvort þeir hafi klúðrað þessu og ég sagði bara að þeir hefðu frosið í framlengingunni. Það er engin spurning, það var ótti í þeim og þeir frusu. Ég ætlaði að mýkja þetta aðeins í hlaðvarpsþættinum mínum daginn eftir og segja að ég hefði líklega ekki átt að nota þetta orð, en síðan heyrði ég að Mauricio ætlaði að spila upp á vítaspyrnukeppni þá fannst mér það bara vera útdráttur á því að frjósa.“

„Fólk segir að þetta hafi verið frábær lína en þegar ég hugsa um þetta í dag þá finnst mér það ekki. Ég er ekki stoltur af þessari línu.“

„Ég man eftir ummælum mínum um David Luiz fyrir tíu árum og ég sé eftir þeim því það var persónulegt. Ég er hættur að persónugera línur í dag, en að klúðra einhverju er ekki það sama og heigulsháttur. Þeir frusu bara.“

„Við gerðum þetta stundum í leikjum, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tildæmis. Stundum gerist þetta og eins árið áður en Man Utd vann deildina, þá klúðraði Leeds en við gerðum það líka. Þetta var þegar við vorum án Roy Keane árið 1998 og við mættum Arsenal. Við höfum allir klúðrað á mikilvægum augnablikum,“
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner